© Translations published on
Permission to re-publish this translation has been granted by
for the sole purpose of its inclusion in the Court’s database HUDOC.
Anheuser-Busch gegn Portúgal
Dómur frá 11. janúar 2007 - Yfirdeild
Mál nr. 73049/01
1. gr. 1. viðauka. Friðhelgi eignarréttar
Hugtakið eign. Vörumerki.
1. Málsatvik
Kærandi, Anheuser-Busch, er bandarískt fyrirtæki, skráð í St. Louis í Missouri. Kærandi framleiðir bjór sem er markaðssettur og seldur undir nafninu „Budweiser“. Árið 1981 sótti kærandi um að „Budweiser“ yrði skrásett sem vörumerki í Portúgal. Þeirri beiðni var ekki sinnt þar sem „Budweiser bier“ hafði þegar verið skráð sem framleiðsluvara tékknesks fyrirtækis, Budějovický Budvar. Árið 1989 sótti kærandi um að þeirri skráningu yrði vikið til hliðar. Fallist var á þá kröfu árið 1995 og vörumerkið „Budweiser“ í kjölfarið skráð í Portúgal. Budějovický Budvar mótmælti þeirri ákvörðun fyrir dómstólum á grundvelli samnings sem væri í gildi milli Tékklands og Portúgal og ætlað að vernda skráðar framleiðsluvörur. Budějovický Budvar tapaði málinu í undirrétti en áfrýjunardómstóll sneri dómnum og niðurstaðan varð því sú að meina ætti um skráningu vörumerkisins „Budweiser“ í Portúgal. Kærandi áfrýjaði til hæstaréttar en án árangurs.
2. Meðferð málsins hjá Mannréttindadómstólnum