© Translations published on
Permission to re-publish this translation has been granted by
for the sole purpose of its inclusion in the Court’s database HUDOC.
Brosa gegn Þýskalandi
Dómur frá 17. apríl 2014
Mál nr. 5709/09
10. gr. Tjáningarfrelsi
Stjórnmálamenn. Gildisdómar.
1. Málsatvik
Kærandi, Ulrich Brosa, er þýskur ríkisborgari fæddur árið 1950 og búsettur í Amöneburg. Fyrir bæjarstjórakosningar árið 2005 samdi hann og dreifði bæklingi þess efnis að í bænum störfuðu nokkur nýnasistasamtök. Réði hann kjósendum frá að kjósa bæjarráðsmanninn F.G., sem hann kvað koma fram fyrir sérstaklega hættuleg samtök. Vísaði hann til svargreinar, þar sem F.G. bar til baka staðhæfingar í blaðaskrifum kæranda um að samtökin hneigðust til hægriöfga.
Að beiðni F.G. féllst héraðsdómur á lögbann við að kærandi dreifði bæklingnum eða héldi fram á öðrum vettvangi að F.G. væri stuðningsmaður nýnasistasamtaka. Voru staðhæfingar bæklingsins taldar brjóta gegn persónuréttindum F.G. en fullyrðingin um að F.G. hefði breitt yfir nýnasistasamtök var ekki talin eiga næga stoð í staðreyndum. Lögbannið var staðfest og áfrýjunum til æðri dómstiga og stjórnlagadómstóls vísað frá.
2. Meðferð málsins hjá Mannréttindadómstólnum
Kæran
Kærandi taldi lögbannið hafa brotið gegn tjáningarfrelsi sínu skv. 10. gr. sáttmálans.
Niðurstaða
Óumdeilt var að lögbannið hefði skert tjáningarfrelsi kæranda, að sú skerðing hefði verið lögmælt og að hún hefði stefnt að því lögmæta markmiði að vernda mannorð eða réttindi annarra í skilningi 2. mgr. 10. gr. sáttmálans. Um nauðsyn henn