© Translations published on
Permission to re-publish this translation has been granted by
for the sole purpose of its inclusion in the Court’s database HUDOC.
Malisiewicz-Gasior gegn Póllandi
Dómur frá 6. apríl 2006
Mál nr. 43797/98
10. gr. Tjáningarfrelsi
Meiðyrði. Stjórnmálamenn.
1. Málsatvik
Kærandi, Izabela Malisiewicz-Gąsior er pólskur ríkisborgari (f. 1950) og býr í Lodz í Póllandi. Hún er danshöfundur og bauð sig fram í þingkosningum í Póllandi árið 1993.
Þann 10. júní 1992 kærði Andrzej Kern, þáverandi þingmaður í neðri deild pólska þingsins, kæranda til saksóknarans í Lodz. Hélt Kern því fram að kærandi hefði rænt 17 ára gamalli dóttur sinni, M.K. Kærandi hélt því hins vegar fram að M.K. hefði hlaupist á brott með unnusta sínum til langs tíma (syni kæranda), sem hún giftist í kjölfarið. Saksóknarinn hlutaðist til um að húsleit var gerð á heimili kæranda í því skyni að leita M.K. og fíkniefna auk þess sem heimiluð var hlerun á síma kæranda. Við húsleit 11. júní 1992 fundust hvorki M.K. né fíkniefni. Kærandi var engu síður handtekin vegna gruns um mannrán og sætti gæsluvarðhaldi í nokkra daga á geðdeild fangelsissjúkrahúss. Ásakanir um að hún hefði framið mannrán fengu mikla umfjöllun í pólskum fjölmiðlum.
Fallist var á beiðni kæranda um að öðrum saksóknara, sem starfaði utan umdæmis Lodz, yrði falin rannsókn málsins. Hinn 16. september 1992 vísaði saksóknari frá kærum á hendur kæranda, þar sem hann taldi ásakanir um mannrán tilhæfulausar.
Árið 1993 ákvað kærandi að bjóða sig fram í þingkosningum í landinu. Í kosningabaráttunni skrifaði hún tvær greinar í vikublaðið Angora, sem voru birtar í ágúst og september 1993. Í greinum sínum sakaði kærandi þingmanninn Kern um að hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa fyrirskipað handtöku hennar og vistun á geðdeild sem og símhlerun og leit á heimili hennar. Einnig fjölluðu greinar kæranda um væntanleg störf hennar í efri deild pólska þingsins næði hún kjöri. Fjallað var um yfirlýsingar kæranda í blaðagreinunum í útvarpi og sjónvarpi.
Hinn 27. september 1993 höfðaði Kern meiðyrðamál á hendur kæranda, vegna ærumeiðinga á grundvelli 2. mgr. 178. gr. pólsku hegningarlaganna. Var kærandi sakfelld vegna ærumeiðandi og ósannra ummæla um Kern. Dómurinn leit sérstaklega til þes