© Translations published on
Permission to re-publish this translation has been granted by
for the sole purpose of its inclusion in the Court’s database HUDOC.
Saint-Paul Luxembourg S.A. gegn Lúxemborg
Dómur frá 18. apríl 2012
Mál nr. 26419/10
8. gr. Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu
10. gr. Tjáningarfrelsi
Fjölmiðlar. Húsleit. Heimildarmenn blaðamanns.
1. Málsatvik
Kærandi, Saint-Paul Luxembourg S.A., er útgáfufélag með aðsetur í Lúxemborg. Þann 17. desember 2008 birti dagblað í eigu kæranda grein um aðstæður foreldra sem misst hafa forsjá barna sinna. Í greininni var fjallað um félagsráðgjafa sem sá um mál tveggja unglinga. Í greininni komu fram nöfn þeirra einstaklinga sem fjallað var um. Viðkomandi félagsráðgjafi kvartaði yfir umfjölluninni til yfirmanns síns sem kærði atvikið til lögreglu.
Í janúar 2009 hóf ákæruvaldið rannsókn á málinu og í mars sama ár gaf rannsóknardómari út húsleitarheimild hjá dagblaði kæranda. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að finna út hvaða blaðamaður hafði ritað greinina sem málið snerist um. Þegar lögregla hafði fengið þær upplýsingar krafðist hún þess að blaðamaðurinn afhenti sér vinnugögn sem hann hafði notað við ritun greinarinnar. Samkvæmt lögregluskýrslu hafði lögregla sýnt blaðamanninum húsleitarheimildina til að sýna honum fram á að ef hann yrði ekki samsta